Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 10. maí 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik Johannesen með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Johannesen, leikmaður Breiðabliks, sleit krossband þegar Breiðablik mætti Stjörnunni á fimmtudag í síðustu viku. Hann verður því ekki meira með á þessu tímabili.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag. Patrik fór í myndatöku á mánudag.

Patrik þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Hann reyndi að stöðva Eggert Aron Guðmundsson, leikmann Stjörnunnar, á sprettinum en varð sjálfur fyrir þessum hræðilegu meiðslum.

Patrik er 27 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem byrjaði fyrstu fimm leiki Breiðabliks á tímabilinu.

Hann varð í vetur dýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið mili félaga á Íslandi þegar Breiðablik keypti hann frá Keflavík.

Patrik var búinn að skora eitt mark í fyrstu fjórum leikjum mótsins og ljóst er að hann skorar ekki fleiri á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Kröfur sem koma með verðmiðanum - „Breiðablik alltaf númer eitt"
Athugasemdir
banner
banner