Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 10. júní 2025 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gattuso orðaður við ítalska landsliðið
Mynd: EPA
Luciano Spalletti var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins á dögunum eftir 3-0 tap gegn Noregi í undankeppni HM.

Claudio Ranieri var orðaður við stöðuna en hann hafnaði tilboði ítalska sambandsins.

Sky á Ítalíu greinir nú frá því að Gennaro Gattuso sé ofarlega á listanum hjá sambandinu.

Gattuso er 47 ára en hann lék 73 landsleiki fyrir hönd Ítalíu á sínum tíma. Hann stýrði síðast Hajduk Split í Króatíu en var látinn fara eftir aðeins eins árs veru.
Athugasemdir
banner