Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 10. júlí 2021 21:17
Victor Pálsson
Allar líkur á að Zouma sé á förum
Það eru allar líkur á að varnarmaðurinn Kurt Zouma sé á förum frá Chelsea í sumarglugganum.

Daily Mail fullyrðir þessar fréttir í dag en Zouma hefur spilað með Chelsea undanfarin sjö ár.

Zouma kom til Chelsea frá St. Etienne árið 2014 og hefur verið lánaður til bæði Everton og Stoke.

Roma hefur áhuga á að semja við leikmanninn en þar er Jose Mourinho sem vann með honum í London.

Tottenham, Wolves og Everton hafa einnig áhuga en Zouma hefur hafnað boði frá Wolves.

Zouma er ekki fyrsti maður á blað hjá Thomas Tuchel sem notar Thiago Silva og Antonio Rudiger.
Athugasemdir
banner
banner