Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Webb viðurkennir mistök: Átti að snúa rauða spjaldi Bruno Fernandes við
Fernandes og Garnacho trúðu ekki sínum eigin augum þegar Kavanagh reif upp rauða spjaldið.
Fernandes og Garnacho trúðu ekki sínum eigin augum þegar Kavanagh reif upp rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Howard Webb, yfirmaður dómaramála í enska boltanum, viðurkennir að það hafi verið mistök hjá VAR-teyminu að snúa ekki ákvörðun Chris Kavanagh við þegar hann gaf Bruno Fernandes beint rautt spjald í 0-3 tapi Manchester United gegn Tottenham í lok september.

Fernandes fór sjálfkrafa í þriggja leikja bann en það var fellt niður eftir áfrýjun frá Man Utd og þess vegna gat hann spilað í markalausu jafntefli gegn Aston Villa um helgina.

„Þetta eru mistök. Í þessu tilfelli átti VAR að senda dómarann að skjánum, þar sem hann hefði átt að snúa ákvörðun sinni við," sagði Webb, sem var svo spurður út í fleiri vafaatriði sem hafa átt sér stað í enska boltanum nýlega en var sáttur með allar aðrar stórar ákvarðanir hjá dómurunum sínum.

Það er deilt gríðarlega mikið um dómgæslu í enska boltanum og útskýrir Webb reglulega helstu ákvarðanir dómara ensku úrvalsdeildarinnar fyrir almenningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner