Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 10. nóvember 2016 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergs vill sjá Gylfa fyrir aftan Viðar í framlínunni
Icelandair
Þetta er liðið sem Guðni Bergs myndi tefla fram gegn Króatíu á laugardaginn.
Þetta er liðið sem Guðni Bergs myndi tefla fram gegn Króatíu á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net
Guðni Bergsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands segir að hann vilji sjá Ísland spila með fimm manna miðju gegn Króatíu á laugardaginn.

Ísland spilaði frábærlega í síðasta mánuði þegar liðið vann 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvelli. Ljóst er að frá þeim leik vantar Alfreð Finnbogason framherja liðsins sem tekur út leikbann og Aron Einar Gunnarson sem missti af þeim leik vegna leikbanns kemur inn aftur.

„Ég held að það væri jákvætt ef að við getum þróað plan B í leik okkar með Gylfa eiliítið framar á 5 manna miðju og einn framherja," sagði Guðni við Fótbolta.net þegar hann var beðinn að velja sitt lið.

Ísland spilaði með hefðbundna öftustu fimm í leiknum gegn Tyrklandi, Hannes í marki, Birkir Már og Ari bakverðir og Raggi og Kári miðverðir og Guðni vill halda því.

„Liðið yrði með sömu vörn og markmann og síðast. Aron Einar með Birki Bjarna inn á miðjunni og Theódór Elmar og Jóhann Berg á köntunum en Theódór stóð sig gríðarlega vel á móti Tyrkjunum og einnig Jóhann Berg sem mjög góðan leik ásamt Birki inn á miðjunni," sagði Guðni.

Ísland er í vandræðum með framherja því þrír sem hafa verið að byrja leiki Íslands undanfarið eru frá vegna meiðsla, þeir Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson. Guðni er með sína hugmynd á hvernig á að leysa þetta.

„Mér líst mjög vel á þessa miðju varnarlega og ég væri spenntur að sjá síðan Gylfa sem fremsta miðjumann í þessum leik. Þetta gæfi honum meira svigrúm að sækja og leggja inn á Viðar Örn eða Jón Daða sem stakan framherja í þessum leik. Einnig myndi þetta þétta miðjuna varnarlega," sagði hann.

En hver á að vera í framlínunni ef liðið er með einn framherja fyrir framan Gylfa? „Mig myndi langa að sjá Viðar Örn fá tækifæri í leiknum," sagði Guðni að lokum.

Sjá einnig:
TG9: Held að það verði litið framhjá Viðari

Athugasemdir
banner
banner