Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. nóvember 2020 23:30
Aksentije Milisic
Jovic sleppur við fangelsisdóm í Serbíu
Mynd: Getty Images
Luka Jovic, framherji Real Madrid, mun borga 30 þúsund evrur í sekt vegna þess að hann braut reglur og fór í partý í Belgrad í Serbíu þegar hann átti að vera í sóttkví.

Real Madrid sagði leikmönnum sínum að vera í einangrun í mars mánuði þegar veiran fór á fullt en Jovic braut þær reglur og fór í afmælisveislu hjá kærustu sinni í Serbíu.

Talað var um að hann gæti fengið sex mánaða fangelsisdóm en nú er ljóst af svo verður ekki. Serbneskir miðlar gagnrýndu framherjann og sögðu að hann hafi fagnað afmæli kærustu sinnar á götum Belgrad.

„Í staðinn fyrir að vera í sóttkví þá fagnaði hann út um allt í Belgrad" var ein fyrirsögnin. Önnur var: „Luka gerði mjög heimskulegan hlut. Hann yfirgaf sóttkví í Madrid og þrátt fyrir allar viðvaranir, þá kom hann til Serbíu."

Jovic baðst afsökunnar og bað um fyrirgefningu. Hann sagði einnig að hann hafi farið í skimun á leið sinni til Serbíu. Hann greindist ekki með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner