Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 10. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Uppsveifla hjá Ungverjum - Ný taktík og nýir leikmenn
Icelandair
Peter Gulacsi markvörður Ungverja spilar með RB Leipzig.  Hann var áður á mála hjá Liverpool.
Peter Gulacsi markvörður Ungverja spilar með RB Leipzig. Hann var áður á mála hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dominik Szoboszlai er einn öflugasti leikmaður Ungverja.
Dominik Szoboszlai er einn öflugasti leikmaður Ungverja.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Ungverjalandi á fimmtudag í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Ísland og Ungverjaland mættust á EM 2016 en þar fóru bæði liðin áfram í 16-liða úrslit. Eftir það kom niðursveifla hjá Ungverjum og þeir enduðu í 3. sæti í undankeppni HM 2018 og 4. sæti í undankeppni EM á eftir Króatíu, Wales og Slóvakíu.

Eftir undankeppni EM tók hinn ítalski Marco Rossi við sem þjálfari Ungverjaland og hann hefur látið liðið spila 3-5-2 með góðum árangri.

„Þeir breyttu um leikkerfi og skiptu um þjálfara. Þeir eru að gera frábæra hluti í Þjóðadeildinni og eru með sjö stig í riðli með Rússlandi, Serbíu og Tyrklandi í B-deildinni," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um ungverska liðið á fréttamannafundi í síðustu viku.

Kraftmikið lið
Ungverjar hafa einungis tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum en sá leikur var á heimavelli gegn Rússum í Þjóðadeildinni.

„Frammistaðan í þessum leikjum hefur verið mjög góð. Liðið er á mjög góðum stað akkúrat núna og kemur inn með mikið sjálfstraust. Á EM 2016 voru Ungverjar númer 20 á heimslistanum en síðan þá hefur mikið gengið á og miklar breytingar verið á liðinu. Þeir eru á mikilli uppleið. Það er búið að taka til í liðinu, nýr þjálfari og það er uppsveifla í gangi," sagði Freyr.

„Einkenni þessa liðs er að það er kraftmikil fótboltalið. Þeir eru líkamlega sterkir og hreinan kraft í öllum sínum aðgerðum. Þeir eru taktíkst mjög sterkir, vita sín hlutverk og það er erfitt að eiga við þá taktískt."

„Þeir hafa mikil einstaklings gæði innan sinna raða. Þar ber helst að nefna Willi Orban hafsent í Leipzig, Peter Gulacsi sem er einnig hjá Leipzig og Dominik Szoboszlai miðjumaður í Salzburg. Hann er þeirra vonarstjarna og það er mikið látið með hann. Hann er frábær spyrnumaður. Þeir eru með marga góða leikmenn og spennandi lið á góðum aldri,"
sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner