Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. nóvember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður PSG frá í 2-3 mánuði
Thilo Kehrer
Thilo Kehrer
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Thilo Kehrer verður ekki með franska félaginu Paris Saint-Germain næstu tvo til þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigrinum á Rennes um helgina.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður meiddist á nára í sigrinum gegn Rennes en ljóst er að hann þarf að fara í aðgerð og verður því frá í allt að þrjá mánuði.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir PSG sem hefur byrjað tímabilið í miklum meiðslavandræðum en Neymar og Kylian Mbappe hafa einnig verið að glíma við meiðsli.

Það eru tvö stærstu nöfn félagsins en meiðslalistinn er töluvert lengri og má finna þar leikmenn á borð við Juan Bernat, Mauro Icardi, Marco Verratti, Julian Draxler og Presnel Kimpembe.

Þeir Pablo Sarabia, Idrissa Gueye, Moise Kean og Alessandro Florenzi hafa þá einnig verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner