Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Snýr Ramos aftur til Real Madrid? - „Hann hefur haldið sér í formi“
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er í vondri stöðu varnarlega eftir að Eder Militao sleit krossband í 4-0 stórsigri liðsins á Osasuna í gær.

Militao sleit krossband í annað sinn á rúmu ári í leiknum gegn Osasuna og er nú skortur á varnarmönnum í hópnum.

David Alaba hefur verið að glíma við erfið meiðsli og þá verður Dani Carvajal frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband í síðasta mánuði. Lucas Vazquez er einnig kominn á meiðslalistann.

„Sjáðu áhyggjusvipinn á Ancelotti. Militao er ótrúlega mikilvægur leikmaður sem var ný búinn að jafna sig frá meiðslunum sem hann varð fyrir á síðasta ári. Hann var að komast aftur í sitt besta form og skilur nú vörnina eftir í erfiðri stöðu. Hann og Carvajal eru báðir komnir á meiðslalistann og þá hefur Alaba með erfiða og langa meiðslasögu,“ sagði Guti, fyrrum leikmaður félagsins.

Guti segist vera með frábæra lausn fyrir Real Madrid.

„Þú verður að skoða markaðinn. Sergio Ramos er án félags og getur spilað sem miðvörður og hægri bakvörður. Ég sé hann sem möguleika í þessari stöðu. Kostar ekkert og var að spila vel með Sevilla á síðasta tímabili. Hann hefur haldið sér í formi og sér vel um sig. Hann getur tekið þessa sex mánuði,“ sagði Guti.

Ramos yfirgaf Sevilla eftir síðasta tímabil og er því án félags, en hann er talinn einn af bestu varnarmönnum allra tíma. Hann vann 22 titla á sextán árum sínum hjá Real Madrid og gæti verið hin fullkomna lausn fyrir félagið.

Spánverjinn er 38 ára gamall og hefur einnig verið orðaður við Boca Juniors, Inter Miami og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner