Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 11. janúar 2021 14:03
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin meiddur aftan í læri
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sagði á fréttamannafundi í dag að sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin yrði ekki með gegn Úlfunum annað kvöld.

Calvert-Lewin er meiddur aftan í læri. Hægst hefur á markaskorun hans en síðasta deildarmark hans kom 5. desember.

Þá er Brasilíumaðurinn Richarlison einnig að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir leikinn. Ancelotti segir að markvörðurinn Jordan Pickford sé í fínu lagi.

Miðjumaðurinn Allan er enn meiddur en búast má við því að hann snúi aftur eftir 10-15 daga.

Síðast þegar Everton mætti Wolves á útivelli, fyrir hálfu ári síðan, unnu Úlfarnir 3-0 sigur.

„Við eigum ekki góðar minningar frá síðasta leik, það var einn versti leikurinn undir minni stjórn. En við erum með meiri stöðugleika og þekkingu núna og vonandi getum við sýnt það á morgun," segir Ancelotti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner