Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 10:21
Elvar Geir Magnússon
Vonleysið áberandi hjá Rashford
Ekkert er að ganga hjá Marcus Rashford.
Ekkert er að ganga hjá Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Það er langt síðan hann hefur sést brosa.
Það er langt síðan hann hefur sést brosa.
Mynd: EPA
Marcus Rashford hefur verið langt frá sínu besta og pirringur meðal stuðningsmanna Manchester United í garð enska sóknarmannsins var áberandi á samfélagsmiðlum á meðan United vann 1-0 sigur gegn Aston Villa í bikarleik í gær.

Sjálfstraustið virðist vera við frostmark hjá Rashford og ákvarðanatökur hans eftir því. Einhverjir stuðningsmenn gengu það langt að saka Rashford um að vera ekki að leggja sig fram.

„Hvernig í veröldinni er Marcus Rashford enn inni á vellinum? Hver einasti einstaklingur sem horfir á leikinn sér að hann er í ótrúlegum vandræðum. Rangnick hlýtur að sjá eitthvað annað," skrifaði Aden-Jay Wood hjá Sky Sports á Twitter meðan á leik stóð.

Kollegi hans Joe Thomlinson tók aðra nálgun og sagði greinilegt að einhver þyrfti að faðma Rashford að sér. Hann væri klárlega að ganga í gegnum erfiðasta kaflann á ferli sínum og hann þyrfti stuðning.

Sparkspekingurinn Dion Dublin var í setti hjá BBC og tók fyrir eitt tækifæri í leiknum í gær þar sem Rashford var ekki mættur við markteiginn til að fylgja eftir frákasti í kjölfarið á skoti sem Mason Greenwood átti.

„Ef Rashford hefði verið klár í slaginn hefði hann bara þurft að pota boltanum inn. Það var eins og hann hefði ekki vilja í að skora einfalt mark. Vonleysið hjá honum er svo áberandi, það er langt síðan maður hefur séð hann brosa," segir Dublin.

Alan Shearer var með Dublin í myndveri og tók undir það að leikgleðin virtist ekki til staðar hjá Rashford.
Athugasemdir
banner
banner