Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fim 11. febrúar 2021 20:28
Victor Pálsson
Dregið í enska bikarnum - Gylfi mætir Man City
Það er búið að draga í enska bikarnum og ljóst er hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum keppninnar.

Einn leikur er enn í gangi í 16-liða úrslitum en Barnsley og Chelsea spila nú í síðustu viðureigninni.

Leicester City mun leika við Manchester United í næstu umferð en spilað er á King Power vellinum, heimavelli þess fyrrnefnda.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta þá Manchester City á heimavelli sínum Goodison Park.

Gylfi var frábær í gær er Everton vann Tottenham 5-4 í framlengdum leik og lagði upp þrjú mörk ásamt því að skora eitt.

Championship lið Bournemouth mætir Southampton og þá mun annað hvort Chelsea eða Barnsley leika við Sheffield United.

Drátturinn:

Everton vs Manchester City

AFC Bournemouth vs Southampton

Leicester vs Manchester United

Barnsley/Chelsea vs Sheffield United
Athugasemdir
banner