Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta stig Ingibjargar - Markalaust hjá Íslendingunum í Sittard
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Duisburg gerðu 1-1 jafntefli við Freiburg í þýsku deildinni í dag.

Íslenska landsliðskonan kom til Duisburg frá Vålerenga um áramótin og var að spila þriðja leik sinn fyrir félagið.

Það tapaði fyrstu tveimur leikjum ársins en tókst að ná í stig gegn sterku liði Freiburg í dag.

Ingibjörg lék allan leikinn í vörninni er Duisburg gerði þriðja jafnteflið á tímabilinu. Liðið er í neðsta sæti með 3 stig eftir þrettán leiki.

Maía Catharina Ólafsdóttir Gros og Lára Kristín Pederson komu báðar inn af bekknum er Fortuna Sittard gerði markalaust jafntefli við Heerenveen. Hildur Antonsdóttir var ekki með í dag.

Sittard er í 4. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner