Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. apríl 2021 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Bowen betri en Lingard
Saint-Maximin stal sviðsljósinu í Burnley
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er tveimur leikjum lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Newcastle og West Ham United höfðu betur gegn Burnley og Leicester City.

Jesse Lingard skoraði tvennu í sigri West Ham en var þó ekki maður leiksins. Jarrod Bowen, sem kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp, fær hæstu einkunn hjá Sky Sports, eða 9.

Lingard fær 8 fyrir sinn þátt, rétt eins og Lukasz Fabianski á milli stanganna og Craig Dawson í hjarta varnarinnar.

Daniel Amartey, varnarmaður Leicester, var versti maður vallarins með 5 í einkunn.

West Ham: Fabianski (8), Coufal (7), Dawson (8), Diop (7), Cresswell (7), Masuaku (6), Noble (6), Soucek (6), Lingard (8), Fornals (6), Bowen (9)
Varamenn: Balbuena (6), Benrahma (6), Johnson (6)

Leicester: Schmeichel (6), Pereira (7), Fofana (6), Evans (6), Castagne (6), Amartey (5), Tielemans (7), Ndidi (6), Praet (6), Vardy (6), Iheanacho (8)
Varamenn: Albrighton (7), Thomas (7)



Þá stal Allan Saint-Maximin sviðsljósinu er Newcastle náði sér í dýrmæt stig gegn Burnley.

Burnley stjórnaði leiknum fyrstu 60 mínúturnar, allt þar til Frakkanum knáa var skipt inná. Saint-Maximin byrjaði á því að leggja upp mark og skoraði svo skömmu síðar til að snúa leiknum við upp úr þurru.

Martin Dubravka, markvörður Newcastle, átti stórleik á milli stanganna og hélt sínum mönnum í leiknum fyrsta klukkutímann. Saint-Maximin fær 9 fyrir sinn þátt í sigrinum og Dubravka fær 8, rétt eins og Jacob Murphy.

Jóhann Berg Guðmundsson var meðal bestu leikmanna Burnley og fékk 7 í einkunn.

Burnley: Peacock-Farrell (6), Pieters (6), Tarkowski (6), Mee (6), Lowton (6), Gudmundsson (7), Brownhill (6), Westwood (7), McNeil (6), Wood (7), Vydra (7)

Newcastle: Dubravka (8), Murphy (8), Fernandez (7), Clark (7), Dummett (6), Shelvey (6), Ritchie (6), S Longstaff (6), Joelinton (6), Almiron (7), Gayle (6)
Varamenn: Wilson (7), Saint-Maximin (9)
Athugasemdir
banner