Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 11. apríl 2021 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilaboð Cavani til Greenwood virkuðu fullkomlega
Edinson Cavani skoraði annað markið mikilvæga fyrir Manchester United í sigrinum á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United tók forystuna á 79. mínútu þegar Cavani skoraði með skalla eftir öfluga sókn. Mason Greenwood fékk boltann frá Fernandes og átti stórkostlega sendingu fyrir sem Cavani skallaði í markið.

Franski fjölmiðlamaðurinn Julien Laurens greinir frá því á Twitter að Cavani hafi beðið Greenwood um að vera fljótari að koma boltanum inn í teiginn, tveimur mínútum áður en markið kom. Greenwood var mjög snöggur að senda fyrir þegar markið kom.

Skilaboðin virkuðu greinilega vel en Cavani er reynslumikinn sóknarmaður sem hefur marga fjöruna sopið.

Hægt er að sjá mark Cavani með því að smella hérna.

Athugasemdir