UEFA hefur lagt þær hugmyndir á hilluna að breyta undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Rætt var um að breyta fyrirkomulaginu á þá leið að undanúrslitin yrðu bara stakir leikir og spilaðir í sömu borg og úrslitaleikurinn.
Það fyrirkomulag var prófað 2020 en það var vegna heimsfaraldursins. Undanúrslitaleikirnir og svo úrslitaleikurinn fóru fram í Lissabon.
Það fyrirkomulag var prófað 2020 en það var vegna heimsfaraldursins. Undanúrslitaleikirnir og svo úrslitaleikurinn fóru fram í Lissabon.
Ein af ástæðum þess að UEFA ætlar ekki að gera þessa breytingu er að fáar borgir gætu haldið svona fjögurra liða úrslitakeppni með öllum þeim fjölda áhorfenda sem myndu mæta.
Áfram verða því undanúrslitin leikin heima og að heiman og stakur úrslitaleikur svo á hlutlausum velli.
Hinsvegar er UEFA núna að vinna í hugmynd að nýju fjögurra liða móti á undirbúningstímabilinu þar sem fjögur lið úr Meistaradeildinni tækju þátt. Mögulegt er að keppnin færi fram utan Evrópu og er þar rætt um Bandaríkin.
Athugasemdir