Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var mesta áhyggjuefni Leiknis en nú hefur það snúist við
Viktor Freyr hefur staðið vaktina vel hjá Leikni
Viktor Freyr hefur staðið vaktina vel hjá Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikkel Dahl á eftir að skora fyrir Leikni en hann hefur glímt við meiðsli í upphafi móts.
Mikkel Dahl á eftir að skora fyrir Leikni en hann hefur glímt við meiðsli í upphafi móts.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Freyr Sigurðsson var fyrir mót stærtsta spurningamerkið þegar horft var á leikmannahóp Leiknis. Viktor er aðalmarkvörður Leiknis og tók við því hlutverki þegar Guy Smit samdi við Val síðasta haust.

Viktor hefur staðið sig vel í upphafi móts og hélt hreinu gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings á sunnudag. Hann var maður leiksins í leiknum á undan þegar Leiknir sótti stig til Vestmannaeyja.

Á sama tíma hefur verið mikið hikst á sóknarleik Leiknis. Liðið hefur einungis skorað eitt mark í sumar og var það skráð sjálfsmark á leikmann ÍBV. Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður í viðtali eftir leikinn gegn Víkingi hvort hann hefði miklar áhyggjur af sóknarleiknum.

„Nei, ég hef það ekki. Ég held að við höfum örugglega skorað flest mörkin af öllum á Íslandi á undirbúningstímabilinu. Þetta er held ég einhver stífla sem brestur og þá röðum við inn mörkum," sagði Siggi.

Mesta áhyggjuefnið verið besti maður liðsins
Frammistaða Leiknis í upphafi móts var til umræðu í Innkastinu.

„Fyrir mót leit þetta út eins og það væri búið að laga markaskorunina, röðuðu inn mörkum á undirbúningstímabilinu og spurningamerkið var markmaðurinn," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

„Maður hafði mestar áhyggjur af Viktor í markinu," skaut Ingólfur Sigurðsson inn í.

„Svo snýst þetta við og Viktor er búinn að vera besti leikmaður liðsins í upphafi móts og liðið skorar ekki mark," kláraði Elvar.

„Þetta kemur manni mikið á óvart og er það ekki dálítið þannig að Leiknisliðið hefur komið manni mest á óvart þegar maður lítur neikvætt á hlutina. Ég var handviss um að þeir yrðu um miðja deild og myndu taka skrefið fram á við. Í staðinn þá lyktar af þessu af „Second season syndrome", ekki nógu gott „game" í gangi," sagði Ingólfur.

„Það er frábært tækifæri fyrir Leikni að svara því á fimmtudaginn þegar þeir fara til Keflavíkur," sagði Elvar.

„Það eru fjórar umferðir búnar og fyrir nokkrum árum þá gat maður nokkurn veginn séð hvernig deildin myndi fara en núna er hún lengri og maður þarf að taka það með í reikninginn. Það er hægt að eiga aðeins lengri vondan kafla. Vonandi fyrir Leiknismenn geta þeir rifið sig upp," sagði Ingólfur.

Þáttinn má hlusta á hér að neðan sem og viðtalið við Sigga Höskulds.
Siggi Höskulds: Loksins dómgæslan með okkur í dag
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner