Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tyrklands: Calhanoglu inn fyrir Ünder
Icelandair
Calhanoglu kemur inn í byrjunarliðið.
Calhanoglu kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Getty Images
Cengiz Ünder.
Cengiz Ünder.
Mynd: Getty Images
Tyrkir eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum hingað til.
Tyrkir eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum hingað til.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli.

Tyrkir eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína fyrir leikinn á meðan Ísland hefur unnið tvo af þremur.

Ísland hefur verið með gott tak á Tyrkjum undanfarin ár. Íslands og Tyrkland voru saman í undankeppni fyrir HM 2018 og þá vann Ísland báða leikina. Lið Tyrklands er hins vegar mikið breytt og hefur verið á góðu skriði undanfarið. Þetta verður mjög erfiður leikur.

Búið er að tilkynna byrjunarlið Tyrklands. Það eru tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Heimsmeisturum Frakklands um síðustu helgi. Stærstu fréttirnar eru þær að Cengiz Ünder, leikmaður Roma, er ekki með. Hann skoraði seinna markið gegn Frökkum.

Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Ekki amalegt að geta sett þannig leikmann inn í byrjunarliðið.

Ozan Tufan kemur einnig inn á miðjuna hjá Tyrklandi.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.



Byrjunarlið Tyrklands:
12. Mert Günok (m)
2. Zeki Celik
3. Hasan Ali Kaldirim
6. Ozan Tufan
9. Kenan Karaman
10. Hakan Calhanoglu
14. Dorukhan Toköz
16. Merih Demiral
17. Burak Yilmaz (f)
21. Irfan Kahveci
22. Kaan Ayhan
Athugasemdir
banner
banner