England og Króatía mætast á Wembley á sunnudaginn á EM. Veðurspáin segir að það verði í kringum 30 gráður þegar leikurinn fer af stað.
Ef hitastig fer yfir 32 gráður er skylt að hafa tvær vatnspásur, annars vegar á 25. mínútu og 70. mínútu leiksins.
Það verður notað sérstakt tæki sem mælir raka og vind á vellinum eftir upphitun liðanna til að finna út hitastigið og hvort nauðsynlegt sé að hafa vatnspásu.
England og Króatía leika í D riðli ásamt Tékklandi og Skotlandi en þau lið mætast á mánudaginn.
Athugasemdir