Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mið 11. júní 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endurkomusigur hjá Sædísi í bikarnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís Rún Heiðarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Valerenga sem vann endurkomusigur gegn Stabæk í 8-liða úrslitum norska bikarsins í kvöld.

Valerenga lenti undir á 24. mínútu en jafnaði metin níu mínútum síðar. Sædís nældi sér í gult spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Hún var síðan tekin af velli á 71. mínútu og ellefu mínútum síðar kom sigurmark Valerenga.

Valerenga mætir Brann í undanúrslitum. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Rosenborgar og Hönefoss en Rosenborg lagði Lilleström af velli í kvöld.
Athugasemdir
banner