Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 11. júlí 2022 15:44
Elvar Geir Magnússon
Danijel Djuric í Víking (Staðfest)
Arnar Gunnlaugsson, Danijel Dejan Djuric og Kári Árnason.
Arnar Gunnlaugsson, Danijel Dejan Djuric og Kári Árnason.
Mynd: Víkingur
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric var kynntur sem nýr leikmaður Víkings í dag. Danijel er 19 ára gamall og uppalinn í Breiðabliki en hann var keyptur til Midtjylland fyrir þremur árum.

Hann spilaði með unglinga- og varaliði danska félagsins í þrjú ár en hann yfirgaf félagið er samningur hans rann út í byrjun júní.

Fréttatilkynning Víkings:

Velkominn Danijel!

Sóknarmaðurinn Danijel Dejan Djuric hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Víkings út árið 2025. Danijel er fæddur árið 2003 og spilaði í yngri flokkum hjá Breiðablik áður en hann fór til Midtjylland í Danmörku árið 2019. Þar spilaði hann að mestu leyti með unglingaliðum félagsins en spilaði nokkra æfingaleiki með aðalliðinu og var nokkrum sinnum í hóp í Dönsku Superliga.

Danijel á 42 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 14 mörk.

Það er mikið fagnarefni fyrir okkur Víkinga að fá Danijel Djuric í okkar raðir og mun hann styrkja liðið mikið fyrir komandi átök í Bestu Deildinni og Meistaradeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner