Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. september 2019 12:40
Magnús Már Einarsson
Kevin-Prince Boateng horfir til baka: Ég var hálfviti
Keypti þrjá bíla sama daginn
Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng, leikmaður Fiorentina, hefur opnað sig um tíma sinn hjá Tottenham á árunum 2007 til 2009. Boateng segist sjá eftir því að hafa ekki lagt meira á sig á tíma sínum hjá Tottenham en hann segist hafa einbeitt sér meira að því að lifa góðu lífi utan vallar.

„Þegar ég hugsa til baka þá leit ég ekki á fótboltann sem vinnuna mína. Ég var hálfviti. Ég var hæfileikaríkur en ég æfði eins lítið og ég gat og var alltaf bara klukkutíma úti á æfingavelli. Ég var sá síðasti sem mætti á svæðið og fyrstur til að fara," sagði Boateng en hann samdi í sumar við Fiorentina.

„Ég var úti á lífinu með vinum mínum. Ég átti pening og lifði eins og kóngur. Ég fór aldrei í ræktina en það hefur breyst síðar á ferli mínum."

„Þegar ég var hjá Tottenham þá keypti ég þrjá bíla sama daginn. Lamborghini, Hummer og Cadillac. Ég segi við unga leikmenn í dag: 'Þú getur ekki keypt hamingju."

„Ég spilaði ekki. Ég var í fjölskylduvandræðum og var utan hóps. Ég leitaði að hamingju í veraldarlegum hluti: bíll gerir þig ánægðan í eina viku. Ég keypti þrjá bíla til að vera ánægður í þrjár vikur."


Ferill Kevin-Prince Boateng
2004-07: Hertha Berlin II
2005-07: Hertha Berlin
2007-09: Tottenham
2009: Borussia Dortmund (lán)
2009-10: Portsmouth
2010-13: AC Milan
2013-15: Schalke
2016: AC Milan
2016-17: Las Palmas
2017-18: Eintracht Frankfurt
2018-19: Sassuolu
2019: Barcelona (lán)
2019: Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner