Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 11. september 2020 11:09
Magnús Már Einarsson
Chelsea nálægt því að fá Mendy í markið
Chelsea er nálægt því að ná samkomulagi við franska félagið Rennes um kaup á markverðinum Edouard Mendy.

Hinn 28 ára gamli Mendy æfði ekki með Rennes í dag en hann hefur sagt félaginu að hann vilji fara til Chelsea.

Mendy fundaði með forráðamönnum Rennes í dag og talið er að hann gæti farið til Chelsea á næstu dögum.

Chelsea hefur verið í leit að markverði í sumar en óánægja hefur verið með frammistöðu Kepa Arrizabalaga.
Athugasemdir
banner