Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 11. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verið á mála hjá Man City, Man Utd, Everton og Liverpool
Kvenaboltinn
Alex Greenwood samdi í gær við Manchester City eftir eitt ár hjá Evrópumeisturum Lyon.

Hún vann Meistaradeildina með Lyon, rétt eins og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Greenwood er 27 ára gömul ensk landsliðskona. Ferill hennar er athyglisverður svo ekki sé meira sagt. Hún lék með nágrönnum og erkifjendum Man City í Manchester United áður en hún fór til Lyon. Hún var fyrirliði United, sem var þá nýstofnað félag.

Áður en hún fór til United lék hún með erkifjöndum þeirra í Liverpool, en Greenwood er uppalin hjá nágrönnum og erkifjendum Liverpool í Everton.

Hún hefur einnig spilað fyrir Notts County á sínum athyglisverða ferli.


Athugasemdir
banner
banner