Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. september 2022 16:17
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingur saxaði á forskot Blika - KR með öruggt sæti í efri hlutanum
KA vann góðan 2-1 sigur á Blikum
KA vann góðan 2-1 sigur á Blikum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Danijel Dejan Djuric skoraði í sigri Víkings á Keflavík
Danijel Dejan Djuric skoraði í sigri Víkings á Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson skoraði einnig í sigri Víkings
Helgi Guðjónsson skoraði einnig í sigri Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl jafnaði fyrir Blika en það dugði ekki til að fá stig
Viktor Karl jafnaði fyrir Blika en það dugði ekki til að fá stig
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stefán Árni Geirsson skoraði tvö fyrir KR
Stefán Árni Geirsson skoraði tvö fyrir KR
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur er nú sex stigum á eftir Breiðabliki eftir að hafa unnið Keflavík, 3-0, í 21. umferð Bestu deildar karla í dag. Breiðablik tapaði á meðan fyrir KA, 2-1, þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmarkið úr víti undir lok leiks.

Bæði Keflavík og Víkingur höfðu að miklu að keppa fyrir leikinn en Víkingur reyndi að saxa á forystu Blika á meðan Keflavík reynir að vinna sér sæti í meistarariðlinum.

Það byrjaði ekki vel fyrir Keflvíkinga. Danijel Dejan Djuric kom Víkingum yfir á 17. mínútu. Viktor Örlygur Andrason átti skot sem fór í stöng en Danijel var fyrstur að átta sig, hirti frákastið og skoraði.

Tíu mínútum síðar skoraði Adam Árni Róbertsson beint úr hornspyrnu en markið dæmt af. Jóhann Ingi Jónsson, dómari, dæmdi á brot á Ingvari Jónssyni.

Víkingar gerðu annað mark sitt á 33. mínútu. Brotið var á Helga Guðjónssyni innan teigs og steig Helgi sjálfur á punktinn og skoraði. Ari Sigurpálsson gerði svo þriðja mark Víkinga nokkrum mínútum síðar. Ari keyrði í átt að marki og lét bara vaða, í stöng og inn.

Lokatölur 3-0 fyrir Víkingum sem eru í 2. sæti með 42 stig, sex stigum á eftir Blikum fyrir lokaumferðina áður en deildinni verður skipt í tvennt. Það gæti verið rosaleg titilbarátta framundan.

Hallgrímur tryggði sigur KA á Blikum

KA lagði Breiðablik, 2-1. Eina mark fyrri hálfleiksins gerði Rodrigo Gomes Mateo á 25. mínútu eftir fyrirgjöf frá Sveini Margeiri Haukssyni. Rodri skallaði hann örugglega framhjá Antoni Ara Einarssyni í markinu og heimamenn komnir yfir.

Bæði lið skiptust á færum undir lok fyrri hálfleiks en mörkin ekki fleiri í þessum hálfleik.

Heimamenn vildu fá Ísak Snæ Þorvaldsson af velli í byrjun síðari hálfleiks er hann hljóp á Kristijan Jajalo í markinu. Ísak var á gulu spjaldi en dómarinn lét það vera að lyfta upp öðru gula spjaldinu.

Blikar náðu að jafna leikinn. Jason Daði Svanþórsson fann Viktor Karl Einarsson keyrði inn í teig KA-manna. Þorri Mar Þórisson missti jafnvægið og gat Viktor komið sér í góða stöðu til að skjóta, sem og hann gerði og skoraði.

KA fékk tvö góð færi til að komast aftur yfir. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti fyrst skalla rétt framhjá og þá fékk Sveinn Margeir dauðafæri en Viktor Örn Margeirsson náði að komast fyrir boltann á síðustu stundu.

Þegar lítið gat Viktor Karl komið Blikum yfir þegar hann var einn gegn Jajalo í markinu en Bosníumaðurinn varði frábærlega. Stuttu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu er Damir Muminovic tæklaði Ásgeir Sigurgeirsson í grasið. Hallgrímur Mar tók spyrnuna og skoraði.

Bæði lið sköpuðu sér færi í restina en þau fóru forgörðum. KA vinnur risastóran, 2-1 sigur á Blikum. Blikar eru á toppnum með 48 stig, en KA í 3. sæti með 40 stig.

KR-ingar í meistarariðilinn

KR vann öruggan 3-1 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum og hafa því tryggt sér sæti í meistarariðlinum.

Heimamenn skoruðu tvo mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en fyrst var það Theodór Elmar Bjarnason. Elís Rafn Björnsson gerði sig sekan um slæm mistök er hann sendi boltann á Ægi Jarl Jónassson. Hann var fljótur að finna Elmar sem skoraði með glæsilegu skoti í vinkilinn.

Ægir Jarl lagði þá upp annað mark KR. Hann stakk boltanum inn fyrir á Stefán Árna Geirsson sem skoraði úr þröngu færi og staðan 2-0 fyrir KR.

Stjarnan var í alls konar vandræðum í leiknum og náðu ekki alveg að finna taktinn. KR-ingar gerðu síðan út um leikinn þegar fimmtán mínútur voru eftir með glæsilegu einstaklingsframtaki með því að prjóna sig í gegnum vörn Stjörnunnar og skora með föstu skoti.

Stjarnan náði að klóra í bakkann undir lokin er Jóhann Árni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu en lengra komst Stjarnan ekki og lokatölur 3-1. KR er í 5. sæti með 30 stig og hefur tryggt sér sæti í meistarariðlinum en Stjarnan er í 6. sætinu með 28 stig og kemur ekki í ljós fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið verði í efri eða neðri hlutanum.

Úrslit og markaskorarar:

Keflavík 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric ('17 )
0-2 Helgi Guðjónsson ('33 , víti)
0-3 Ari Sigurpálsson ('36 )
Lestu um leikinn

KA 2 - 1 Breiðablik
1-0 Rodrigo Gomes Mateo ('25 )
1-1 Viktor Karl Einarsson ('59 )
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('88 , víti)
Lestu um leikinn

KR 3 - 1 Stjarnan
1-0 Theodór Elmar Bjarnason ('9 )
2-0 Stefán Árni Geirsson ('14 )
3-0 Stefán Árni Geirsson ('75 )
3-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('89 , víti)
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner