Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Walker besti varnarmaður sem Neymar hefur mætt
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: EPA
Kyle Walker, varnarmaður Manchester City á Englandi, er besti varnarmaður sem Neymar hefur mætt á ferlinum, en þetta sagði hann í viðtali við DAZN Soccer Show á Youtube.

Brasilíumaðurinn hefur spilað á móti mörgum frábærum varnarmönnum í gegnum tíðina, bæði hjá Barcelona og Paris Saint-Germain, en enginn er betri en Walker.

Hann var spurður út í það hver væri sá besti og nefndi hann þrjá leikmenn en Walker var efstur á blaði.

„Hann er hraður, sterkur og mjög klókur varnarmaður," sagði Neymar.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool og Raphael Varane hjá Manchester United voru einnig á listanum.

„Það er erfitt að spila gegn Van Dijk því sem miðvörður er hann svo sterkur og klókur. Hann veit hvenær það er rétti tíminn til að loka á þig og hvenær á að tækla. Það gerir þetta erfiðara."

„Það er erfiðara að spila gegn klókum miðvörðum því þeir gera varla mistök og þá er þetta erfiðara,"
sagði Neymar sem endaði þetta svo á að ræða Varane.

„Ég hef spilað oft og mörgum sinnum gegn Varane. Hann er mjög góður miðvörður. Hann er snöggur og klókur og er frábær í að staðsetja sig. Hann er toppleikmaður og gerir fá mistök. Það er ástæðan fyrir því að hann hefur unnið svona mikið á ferlinum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner