fös 11. október 2019 21:43
Magnús Már Einarsson
Hamren: Núna þurfum við hjálp frá Frakklandi
Icelandair
Úr leik Íslands og Frakklands í kvöld.
Úr leik Íslands og Frakklands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þarf að treysta á sigur Frakka á mánudag.
Ísland þarf að treysta á sigur Frakka á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið þarf að treysta á hjálp frá heimsmeisturum Frakklands í þriðju síðustu umferðinni í undankeppni EM á mánudagskvöld.

Frakkland og Tyrkland eru bæði sex stigum á undan Íslandi eftir leiki kvöldsins í undankeppninni en tvö efstu liðin fara áfram á EM. Þar sem innbyrðis viðureignir gilda ef tvö lið enda jöfn þá á Ísland aldrei möguleika á að ná Frökkum nema heimsmeistararnir fái minna en þrjú stig í lokaleikjunum.

Hins vegar er ennþá ágætis möguleiki á að ná Tyrkjum. Til þess að það gerist þurfa Íslendingar að treysta á sigur Frakka gegn Tyrkjum í París á mánudag á sama tíma og Ísland mætir Andorra.

Ísland þarf síðan einnig sigur gegn Tyrkjum í Istanbul í nóvember en liðið væri þá með vinninginn í innbyrðis viðureignum gegn Tyrkjum.

„Núna þurfum við hjálp frá Frakklandi. Ef þeir vinna Tyrkland og við vinnum síðustu þrjá leikina þá förum við á EM. Mér fannst við eiga eitthvað skilið úr þessum leik eftir frammistöðuna en núna þurfum við hjálp frá Frökkum og að vinna síðustu leikina okkar," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari eftir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld.

Staðan í riðlinum
1. Tyrkland 18 stig
2. Frakkland 18 stig
3. Ísland 12 stig
4. Albanía 9 stig
5. Andorra 3 stig
6. Moldóva 3 stig

Leikirnir sem eru eftir í riðlinum:

Á mánudaginn
Frakkland - Tyrkland
Ísland - Andorra
Moldóva - Albanía

Fimmtudagur 14. nóvember
Tyrkland - Ísland
Albanía - Andorra
Frakkland - Moldóva

Sunnudagur 17. nóvember
Albanía - Frakkland
Moldóva - Ísland
Tyrkland - Andorra

Umspilið
Ef Ísland nær ekki tveimur efstu sætunum á liðið ennþá möguleika á sæti á EM en liðið fer þá í umspil tengt Þjóðadeildinni. Það umspil verður í mars á næsta ári.

Eins og staðan er akkúrat núna þá er Ísland á leið í fjögurra liða umspil með Sviss, Bosníu og Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner