Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 13:20
Brynjar Ingi Erluson
De Jong sammála Koeman: Ég var ekkert spes
Frenkie De Jong
Frenkie De Jong
Mynd: Getty Images
„Hann tapaði of mörgum boltum og hefur ekki verið nógu góður eins og aðrir liðsfélagar hans," sagði Ronald Koeman um frammistöðu Frenkie De Jong í 1-1 jafnteflinu gegn Sevilla á dögunum en De Jong tekur undir ummæli Koeman.

Koeman þjálfaði De Jong hjá hollenska landsliðinu áður en hann sagði af sér og tók við Barcelona, þar sem De Jong hefur verið á mála síðasta árið.

Börsungar voru slakir gegn Sevilla og fengu aðeins eitt stig út úr viðureigninni og var De Jong einn af þeim sem fékk aðvörðun frá þjálfaranum.

„Ég var ekki að spila vel gegn Sevilla. Ég var ekkert spes. Hvernig er formið? Sjáum til en mér líður mjög vel," sagði De Jong á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu og Herzegóvínu í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner