Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. október 2020 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor: Vil bæta mig og læra
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson var besti maður Íslands í 3-0 tapi gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Við vorum að verjast mjög vel í fyrri hálfleik. Við vissum að Danir myndu vera meira með boltann og við héldum þeim frá færum. Ég er ekki viss um að þeir hafi átt skot á markið (í fyrri hálfleik) fyrir utan markið," sagði Guðlaugur Victor.

„Við fengum góð færi til að skora. Endirinn á fyrri og byrjunin á seinni drápu leikinn. Þetta voru pirrandi og léleg mörk að fá á okkur."

„Þetta er bara mjög svekkjandi."

Guðlaugur hefur fundið sig mjög vel í stöðu hægri bakvarðar. „Ég er að fá meiri reynslu eftir hvern leik sem ég spila. Ég er enn að læra, ég vil bæta mig og ég vil læra. Þetta er eitthvað sem ég þjálfararnir erum að vinna í. Ég á margt eftir inni. Mig langar að verða betri."
Athugasemdir
banner