Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. október 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nokkuð viss um að þetta muni ekki koma fyrir aftur"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danir skoruðu tvö ansi ódýr mörk í 3-0 sigrinum á Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Það eru miklar efasemdir um það hvort boltinn hafi verið allur inni í fyrsta markinu og í öðru markinu skoraði Christian Eriksen þar sem hann slapp einn í gegn eftir að Rúnar Már Sigurjónsson átti skot sem fór í Pierre-Emile Hojberg.

Skot Rúnars var eftir langt innkast, en allir íslensku leikmennirnir voru komnir langt fram völlinn.

Hér að neðan má sjá markið.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið planað," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og fyrrum landsliðsmaður, á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Þetta var svo sannarlega ekki planað og Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann trúi því að þetta komi ekki fyrir aftur.

„Þetta er mjög óvenjulegt að sjá. Það er allar vallarhelmingurinn laus. Rúnar smellhittir hann og ég held að þessi bolti hafi verið á leið upp í þaknetið... hann kemst einn í gegn og ég hef aldrei séð svona hjá okkur áður. Við þurfum að skoða hvað klikkar en ég er nokkuð viss um að þetta muni ekki koma fyrir aftur," sagði Hannes.

Athugasemdir
banner
banner
banner