Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. október 2021 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grátlegt að skoða töfluna en Eiður hefur trú á stórmóti í framtíðinni
Icelandair
Það er verið að byggja upp til framtíðar.
Það er verið að byggja upp til framtíðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er svekkjandi að hugsa til úrslita Íslands í undanriðlinum fyrir HM 2022 miðað við hvernig staðan er fyrir síðustu tvær umferðirnar í riðlinum.

Ísland vann í kvöld 4-0 sigur gegn Liechtenstein. Báðir sigrar okkar í riðlinum hafa komið gegn þeirra slaka liði.

Tapið úti gegn Armeníu, tapið heima gegn Rúmeníu, jafnteflin heima við Norður-Makedóníu og Armeníu.

Þarna fóru tíu stig í vaskinn. Fyrir síðustu tvær umferðirnar er Ísland fimm stigum frá Rúmeníu í öðru sæti. Möguleikinn á öðru sætinu er lítill sem enginn.

„Hversu grátlegt er að skoða töfluna? Rúmenar eru með 13 stig og við með átta. Takk kærlega fyrir að sýna þetta aftur og aftur. Þetta er svo grátlegt. Ef og hefði, og allur sá pakki. Hvar við værum ef við hefðum gert aðeins betur í fyrri leikjum þessa riðils," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á RÚV.

Eiður er bjartsýnn
Það hafa verið miklar breytingar á íslenska liðinu undanfarið; bæði hafa fyrri hetjur hætt og svo hefur þurft að fara í þessar breytingar vegna utanaðkomandi aðstæðna.

Liðið er yngra en í fyrri undankeppnum og fleiri leikmenn hafa verið notaðir. Það er verið að reyna að finna réttu blönduna.

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er fullviss um að það verði hægt að smíða saman lið sem getur komist á stórmót í framtíðinni.

„Auðvitað er þetta svekkjandi... Við þurfum að vera með alla okkar orku í að horfa fram á veginn, hvernig getum við byggt upp til næstu ára. Við erum með stóran hóp af leikmönnum, og ef allt fer vel með þessa stráka þá getum við búið til lið sem mun hæglega fara á stórmót einhvern tímann í framtíðinni aftur," sagði Eiður Smári á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner