Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
„ Það er það sem maður vill sjá frá tveim tvítugum strákum"
Icelandair
Orri og Andri
Orri og Andri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var mættur á fréttamannafund eftir leik kvöldins. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales. Orri Steinn Óskarsson spilaði allan leikinn og stóð sig mjög vel. Hann var óheppinn að skora ekki þar sem hann fékk færi til þess og skaut meðal annars í slánna.


„Hann stóð sig virkilega vel. Það er mjög gaman að sjá Orra og Andra Lucas vinna hart að sér og spila vel saman. Það er það sem maður vill sjá frá tveim tvítugum strákum, svo erum við að fá Hákon og Albert aftur inn í liðið sem gerir liðið sterkara. Þannig ég hlakka til Nóvember gluggans og leikurinn á mánudaginn. Við erum á ferðalagi sem gerir okkur vonandi sterkari og betri, þá þurfum við einmitt að ungu leikmennirnir spili og spili vel. Það var virkilega gott í dag."

Orri gekk til liðs við Real Sociedad á Spáni í sumarglugganum. Hann hefur verið að komast hægt og rólega inn í liðið en Age er mjög sáttur með að Orri hafi valið að fara þangað.

„Orri verður mjög góður framherji. Mér finnst það jákvætt að hann fór til Real Sociedad því þeir hafa haft norræna leikmenn áður. Alexander Sorloth og Alexander Isak voru báðir þarna og ég held að þeir séu góðir í meðhöndla norræna leikmenn og fá þá til að trúa á sjálfa sig. Ég sé muninn á Orra, hann sagði mér að þjálfarinn er mjög góður og að hann sé að passa vel í hópinn. Hann veit að hann þarf að vera þolinmóður, fá mínúturnar sínar og spila, en honum líkar þetta mjög vel. Að vera sóknarmaður á Spáni er mjög jákvætt því þeir eru mjög sóknarsinnaðir í þeirra leikstíl sem ætti að henta honum vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner