Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru með gott auga fyrir skandinavískum sóknarmönnum"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson hafa báðir farið nokkuð vel af stað með nýjum félögum eftir skipti í sumar.

Báðir fóru þeir úr danska boltanum í stærri deildir; Andri Lucas fór til Gent í Belgíu og Orri til Real Sociedad á Spáni.

Orri skoraði sín fyrstu tvö mörk í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

„Orri á mjög góða framtíð fyrir höndum. Sociedad hefur verið mjög sniðugt með sóknarmennina sem þeir hafa fengið inn - Sörloth og Isak voru báðir þarna. Þeir eru með gott auga fyrir Skandinavískum sóknarmönnum," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

„Orri hefur staðið sig vel. Ég held að þeir fari varlega með hann en mér finnst hann hafa gert vel hingað til. Ég er mjög ánægður að vera með Orra í mínu liði."

Andri Lucas hefur einnig farið vel af stað í Belgíu og það er spennandi tilhugsun að hafa þá báða í fremstu víglínu. Báðir eru þeir ungir að árum og mjög spennandi.

„Það er gott að þeir eru að skora. Þeir eru ungir og mjög efnilegir. Við getum spilað með annan hvorn þeirra upp á topp eða þá báða. Við verðum að sjá hvað hentar okkur best gegn Wales. Kannski spilum við þeim báðum," sagði Hareide.
Athugasemdir
banner
banner