Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Nicky Hunt fékk þungt höfuðhögg - Leik hætt
Nicky Hunt (til hægri) í baráttunni.
Nicky Hunt (til hægri) í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Leikur Darlington og Boston United í ensku utandeildinni var flautaður af á 87. mínútu í gærkvöldi eftir að Nicky Hunt, varnarmaður Darlington, fékk þungt höfuðhögg.

Hunt missti meðvitund en hugað var að honum á vellinum í klukkutíma áður en hann fór með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Hinn 37 ára gamli Hunt var á sjúkrahúsi í nótt en heilsa hans ku vera betri í dag.

Hunt spilaði á sínum tíma 127 leiki með Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

Hann fór frá félaginu árið 2010 eftir að Grétar Rafn Steinsson hafði tekið stöðu hægri bakvarðar af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner