Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Ancelotti horfir til lengri tíma - Ætlar með Everton í toppbaráttu
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ætlar sér að vera lengi hjá félaginu. Hinn sextugi Ancelotti samdi við Everton í desember en hann gerði fjögurra og hálfs árs samning.

Undir hans stjórn hefur Everton náð í 17 stig í átta leikjum og klifrað af fallsvæðinu upp í 7. sæti.

„Ég skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning og ég ætla að vera áfram hér og gera mitt besta," sagði Ancelotti.

„Eftir það er möguleiki að halda áfram. Ég vil vera lengur. Metnaður minn og hugmyndin mín er að verða lengur."

„Félagið hefur mikinn metnað til að standa sig vel í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópu. Við erum að vinna að því."

„Grunnurinn í hópnum er mjög góður. Við höfum nokkra unga leikmenn sem eru að vaxa. Ég held að við munum bæta okkur ár frá ári."


Aðspurður hvar hann sér Everton eftir þrjú ár: „Ég held að ég sjái Everton við topp deildarinnar að berjast um titla og berjast um að vera samkeppnishæft lið í Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner
banner