fös 12. febrúar 2021 19:40
Aksentije Milisic
Elín Helena í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Hin 19 ára Elín Helena Karlsdóttir hefur gengið liðs við Keflavík á láni frá Breiðablik en þetta staðfesti Keflavík í dag.

Elín var fyrirliði Augnabliks í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili og nú er ljóst að hún mun taka slaginn með Keflavík í Pepsi Max deildinni.

Elín hefur spilað æfingaleiki fyrir Keflavík að undanförnu en hún á að baki leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands. Tilkynningu frá félaginu má sjá hér fyrir neðan.

„Elín Helena Karlsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflavík á lánssamningi frá Breiðablik.
Hún er 19 ára varnarmaður sem spilaði með Augnablik í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og var fyrirliði liðsins. Elín á að baki þrjá U17 og tvo U19 landsleiki.
Hún hefur nú þegar spilað 3 æfingaleiki með Keflavík og stóð sig mjög vel. Við bindum miklar vonir við Elínu með okkur í Pepsí Max deildinni í sumar og bjóðum hana velkomna til okkar."

Athugasemdir
banner
banner