Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 12. febrúar 2021 14:18
Elvar Geir Magnússon
Gundogan og Guardiola bestir í janúar
Ilkay Gundogan hjá Manchester City var valinn leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Stjóri hans, Pep Guardiola, var valinn stjóri mánaðarins. Þetta er í áttunda sinn sem Guardiola hlotnast þessi heiður.

City vann alla leiki sína í janúar og eru í afskaplega góðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni.

City hefur unnið fimmtán leiki í röð í öllum keppnum.

Þýski miðjumaðurinn Gundogan hefur verið frábær á tímabilinu og skorað níu úrvalsdeildarmörk.
Athugasemdir
banner