Kantmaðurinn knái, Leon Bailey, hefur skrifað undir nýjan samning við Aston Villa en félagið tilkynnti það í dag.
Bailey gekk í raðir Aston Villa sumarið 2021 og hefur síðan þá spilað 87 leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað 16 mörk.
Bailey, sem er 26 ára gamall, hefur skorað tíu mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og lagt upp níu mörk. Hann hefur hjálpað Aston Villa að berjast um Meistaradeildarsæti á yfirstandandi tímabili.
Nýr samningur Bailey gildir til ársins 2028 og er ákvæði um framlengingu til 2029.
Bailey er lærisveinn Heimis Hallgrímssonar í landsliði Jamaíku.
Athugasemdir