Thiago Silva er í byrjunarliði Chelsea í kvöld sem heimsækir Crystal Palace í úrvalsdeildinni en hann missti sætið sitt fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í enska bikarnum í vikunni.
Eiginkona Thiago Silva tjáði sig á X eftir tap Chelsea gegn Wolves um síðustu helgi og kallaði eftir því að Mauricio Pochettnio stjóri liðsins yrði rekinn.
Hann hefur ekkert viljað tjá sig um málið.
Hann sagði í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn í kvöld að það hafi verið það eina rétta að velja Silva í byrjunarliðið.
„Það hefur ekkert breyst fyrir mér. Thiago hefur spilað mikið undir minni stjórn. Ég þurfti að gera breytingar, hvíla menn. Ég tel rétta ákvörðun að spila Thiago Silva með Axel (Disasi) þar sem þeir hafa spilað mikið saman," sagði Pochettino.
Það eru meiðsla vandræði hjá varnarmönnum liðsins.
„Badiashile er meiddur og Chalobah og Colwill eru að koma til baka eftir meiðsli," sagði Pochettino.