Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique: Eins og Dembele sé í PlayStation
Mynd: EPA
Ousmane Dembele hefur verið hreint út sagt stórkostlegur á árinu 2025 en hann hefur skorað fimmtán mörk í átta leikjum fyrir PSG.

Dembele skoraði tvennu í slag frönsku liðanna í 3-0 sigri gegn Brest í Meistaradeildinni í gær.

„Ousmane er með mikið sjálfstraust um þessar mundir og það er eins og hann sé í PlayStation með ljós fyirr ofan sig. Sem lið reynum við að verjast og sækja saman og við erum ánægðir með frammistöðuna," sagði Luis Enrique, stjóri PSG.

PSG er í ansi góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli sem fram fer á miðvikudaginn eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner