Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 12. apríl 2021 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sassuolo vann á sjálfsmarki
Benevento 0 - 1 Sassuolo
1-0 Federico Barba ('45 , sjálfsmark)

Sassuolo lagði nýliða Benevento 1-0 í Seríu A á Ítalíu í kvöld en eina mark leiksins reyndist sjálfsmark hjá heimamönnum.

Sassuolo skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Jeremie Boga keyrði upp vinstra megin kom boltanum fyrir en Federico Barba náði ekki að hreinsa og kom boltanum í eigið net í staðinn.

Andrea Consigli, markvörður Sassuolo, varði meistaralega í uppbótartíma síðari hálfleiks og átti stóran þátt í sigri Sassuolo sem er í 8. sæti með 43 stig en Benevento í 16. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner