Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   þri 12. apríl 2022 09:07
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn íhugar að leggja skóna á hilluna
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson íhugar nú að leggja skóna á hilluna en þetta segir umboðsmaður hans, Fredrik Risp. Sænskir fjölmiðlar segja að Kolbeinn hafi þegar hafnað nokkrum tilboðum frá félögum í landinu.

„Hann átti erfitt síðasta haust, íslenska landsliðið var hvatning hans fyrir því að spila áfram með félagsliði. Þannig hann er ekki alveg viss hvað hann á að gera með framtíðina sína, hvort hann ætti að spila áfram eða finna sér vinnu við eitthvað annað," sagði Risp við Fotbollskanalen en Vísir greindi fyrst frá af íslenskum miðlum.

Kolbeinn er samningslaus en lék síðast fyrir Gautaborg. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan í ágúst eftir að hann var sakaður um ofbeldi og kynferðislegri áreitni

„Hann hefur misst metnaðinn fyrir fótboltanum. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að hætta en því lengur sem líður frá því að hann spilar því erfiðara verður að fara aftur út á völlinn, jafnvel þótt að hann haldi sér við á Íslandi," sagði Risp.

Kolbeinn er 32 ára og skoraði 26 mörk í 64 landsleikjum fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner