Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 08:40
Elvar Geir Magnússon
Hátt öryggisstig á leik Englands og Serbíu
Serbnesk boltabulla.
Serbnesk boltabulla.
Mynd: Getty Images
Þýsk yfirvöld verða með hátt öryggisstig á leik Englands og Serbíu sem fram fer á sunnudaginn. Óttast er að um 500 serbneskar boltabullur verði meðal þeirra þúsund áhorfenda sem von er á frá landinu.

Serbía hefur fengið margar refsingar frá UEFA síðustu ár vegna óláta áhorfenda og pólitískra skilaboða. Þá hafa margir enskir stuðningsmenn verið til ófriðs á stórmótum í gegnum tíðina.

Aðeins verður seldur léttbjór á vellinum og stuðningsmenn verða aðskildir.

Í nóvember var hluta af heimavelli Serbíu lokað í leik gegn Búlgaríu eftir kynþáttafordóma áhorfenda í leik gegn Svartfjallalandi. Mánuði síðar kom til slagsmála í Belgrad við stuðningsmenn Manchester City.

Á serbneskum fótboltaleikjum hefur verið hrópað til stuðnings innrásar Rússlands í Úkraínu en rússneski orkurisinn Gazprom er helsti styrktaraðili Rauðu stjörnunnar.

Það er hinsvegar ansi langt síðan serbneskar boltabullur sköpuðu vandræði í alþjóðlegum leik utan Serbíu. En þýsk yfirvöld telja að óvissuþættirnir séu það miklir fyrir leikinn á sunnudag að vissara sé að herða öryggisgæslu á leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner