Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McAusland um Arnar: Þá vissi ég 100 prósent að þetta væri persónulegt á móti mér
Marc McAusland, fyrirliði ÍR.
Marc McAusland, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
McAusland í leik með Njarðvík.
McAusland í leik með Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson.
Arnar Hallsson.
Mynd: Raggi Óla
'Hann svaraði mér ekki. Þá vissi ég 100 prósent að þetta væri persónulegt á móti mér'
'Hann svaraði mér ekki. Þá vissi ég 100 prósent að þetta væri persónulegt á móti mér'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marc McAusland, fyrirliði ÍR, segir að Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, hafi haft eitthvað á móti sér þegar hann stýrði Njarðvíkingum fyrri hluta sumars á síðasta tímabili.

Arnar var rekinn um miðjan júlí í fyrra þar sem árangurinn þótti undir væntingum. Það var mikið rætt og ritað um ástandið í Njarðvík á meðan Arnar var með liðið og oft nefnt að ástandið væri stormasamt. Sambandið á milli Arnars og McAusland, sem var þá fyrirliði Njarðvíkur, var ekki gott en Skotinn hafði misst sæti sitt í liðinu og hópnum áður en Arnar var látinn fara.

McAusland ræddi aðeins frekar um síðasta tímabil hjá Njarðvík í ÍR hlaðvarpinu í gær. Hann talaði þá um að hann hafi frá byrjun hugsað að ráðningin á Arnari til Njarðvíkur yrði ekki góð og hugsaði hann þá til máls frá 2020 er hann var dæmdur í bann af aganefnd KSÍ. Nefndin studdist þá við myndbandsupptöku sem hafði verið send inn. Mikael Nikulásson, þáverandi þjálfari Njarðvíkur, sagði að myndbandið hefði komið frá fulltrúa annars félags í 2. deild en Arnar var síðar nafngreindur.

„Hann var hjá ÍR og ég hjá Njarðvík. Hann sendi inn myndband til KSÍ út af mér," sagði McAusland. „Það er aðalminning mín af ÍR áður en ég kom. Ég fór í bann í tvo leiki."

Arnar var svo ráðinn þjálfari Njarðvíkur fyrir síðustu leiktíð.

„Ég var ekki ánægður með ráðninguna og mér fannst hún röng fyrir félagið. Ég hafði heyrt af honum og hversu erfitt það væri að vinna með honum. En ég hringi í hann um leið og hann var ráðinn. Við áttum okkur fortíð en ég sagði við hann að það væri að baki. Ég ætlaði að gera mitt besta fyrir hann og hjálpa honum. Við værum báðir með sama markmið. Það var allt í lagi."

Þetta var persónulegt
Eins og áður segir þá var Skotinn í kuldanum áður en Arnar var rekinn. „Ég held að það hafi verið persónulegt," sagði McAusland og telur að Arnar hafi eitthvað haft á móti sér persónulega.

Í þættinum talar hann um að Njarðvík hafi verið að spila hápressu og taktík sem hafði ekki hentað liðinu. Hann hafi rætt við Arnar eftir 7-2 tap gegn Aftureldingu um að breyta kerfinu og spila meira varnarsinnað. Hann hafi svo aftur rætt við hann eftir 3-0 tap gegn Leikni um að færa liðið aftar á völlinn.

„Hann sagði að hann væri sammála þá. Hann ætlaði líka að gera breytingar á leikmannavali og ég yrði tekinn út úr liðinu. Ég var ekki sammála því. Hann kenndi mér um 3-0 tapið. Ég horfði aftur á leikinn eftir að hann sagði það og ég var enn algjörlega ósammála. En ég samþykkti það bara. Ég var reiður og lét hann vita af því. Ég átti að vera á bekknum gegn ÍA en var utan hóps því ég fór beint eftir æfingu. Ég var ekki að grínast í klefanum, fór bara í sturtu og fór því ég var reiður með stöðuna. Ég fékk skilaboð kvöldið fyrir leikinn um að ég væri ekki í réttu hugarástandi og það myndi skapa neikvætt andrúmsloft ef ég yrði á bekknum," sagði McAusland.

Liðið hafi svo fært sig aftar á völlinn en skoski varnarmaðurinn skildi ekki af hverju hann væri ekki í liðinu þegar liðið væri loksins að spila þann fótbolta sem hentaði honum.

„Ég sagði að það væri enginn betri en ég í þessari deild að spila svona fótbolta, lágpressu. 'Núna tekurðu mig út úr liðinu'. Ég hefði skilið það betur þegar við vorum í hápressu. Ég skildi það ekki og þess vegna fannst mér þetta vera persónulegt. Ég var ekki í liðinu í fjórum eða fimm leikjum. Svo spiluðu þeir duga eða drepast leik gegn Ægi. Ég sagði við félagið að ég væri á förum ef hann myndi ekki fara. Við töpuðum 1-0 og ég var á bekknum. Hann var rekinn það sama kvöld."

„Ég sendi honum skilaboð þar sem ég óskaði honum alls hins besta þrátt fyrir að sambandið væri ekki gott. Ég sagðist hafa lært ákveðna hluti til að taka með inn í þjálfaraferilinn minn. Hann svaraði mér ekki. Þá vissi ég 100 prósent að þetta væri persónulegt á móti mér. Það er ekkert vandamál fyrir mig," sagði McAusland en Arnar hefur sjálfur ekki viljað tala við Fótbolta.net eftir viðskilnaðinn.

„Arnar er mjög góður þjálfari en maður á mann (man management) er hræðilegt hjá honum. En sem þjálfari var hann mjög góður."

Í viðtalinu sem má sjá hlusta á hér að neðan fer McAusland meira yfir feril sinn og lífið á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins árið 2016 og spilaði með Keflavík. Hann lék þá næst með Grindavík, Njarðvík og núna með ÍR.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner