Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. júlí 2021 13:30
Fótbolti.net
Bellerín vill fara til Inter
Bellerín er samningsbundinn Arsenal til 2023.
Bellerín er samningsbundinn Arsenal til 2023.
Mynd: EPA
Samkvæmt Sky Sport Italia er Hector Bellerín að reyna að þrýsta út skiptum til ítalska stórliðsins Inter.

Inter vill fá spænska bakvörðinn en hefur ekki náð samkomulagi við Arsenal um kaupverð.

Inter vill fá Bellerín til að fylla skarð Achraf Hakimi sem gekk í raðir PSG fyrir 71 milljón evra.

Arsenal er opið fyrir því að lána Bellerín með klásúlu um að Inter skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn eftir tímabilið.

Inter vill hinsvegar fá leikmanninn lánaðan með möguleika á kaupum eftir tímabilið.

Inter er Ítalíumeisari en hefur ekki mikið fé til leikmannakaupa þar sem Covid-19 faraldurinn bitnaði mikið á fjármálum eigenda félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner