Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 12. júlí 2021 22:08
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl var svekktur að leikslokum en þetta voru ekki úrslitin sem hans menn vonuðust eftir þegar þeir mættu upp í efra Breiðholt fyrr í kvöld.

„Nei, alls ekki. Leiknismenn hafa verið að spila beinskiptan fótbolta og eru með flínka fótboltamenn í liðinu sínu þarna frammi og hafa verið stórhættulegir og við ætluðum að loka mikið betur á það heldur en að var raunin hérna í dag og það er svona mest svekkjandi fyrir mig."

„Leikurinn byrjaði frekar skringilega. Leiknismenn voru búnir að fá einhver fimm horn á fyrstu mínútum leiksins þannig þetta var svoltíið erfitt og tala nú ekki um þegar þeir komast svona auðveldlega í 1-0 forystu þar sem Sævar Atli gerir frábærlega vel en við ætluðum okkur að hafa mikið betri gætur á honum í kringum vítateiginn hjá okkur og eftir það var þetta virkilega erfitt. "

Skagamenn eru á botni deildarinnar og sjálfstraust leikmanna er kannski ekkert rosalega gott og hlýtur að vera verðugt verkefni fyrir Jóhannes Karl að snúa þessu gengi við.

„Já algjörlega. Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við."

„Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner