Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 12. september 2022 10:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: bolt.fo 
Þrír leikmenn úr Bestu deildinni og sautján úr Betri deildinni í færeyska hópnum
Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur.
Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Svíinn Håkan Ericson er landsliðsþjálfari Færeyja og hann opinberaði í morgun landsliðshóp fyrir leiki gegn Litháen og Tyrklandi í C-deild Þjóðadeildarinnar.

Þrír leikmenn í hópnum spila hér á Íslandi í Bestu deildinni; það eru Hallur Hanssson í KR sem er fyrirlið færeyska landsliðsins, Patrik Johannesen sem hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík og markvörðurinn Gunnar Nielsen sem hefur misst sæti sitt í marki FH.

Ekkert pláss er fyrir Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmann ÍA.

Í færeyska hópnum eru sautján leikmenn sem spila í færeysku deildinni en hún ber nafnið Betri deildin. Þar á meðal eru tveir ungir leikmenn sem valdir eru í fyrsta sinn í A-landsliðið.

Andrass Johansen hjá B36 og Pætur Petersen sem hefur spilað frábærlega með HB og er með sjö mörk síðan í byrjun ágúst.

Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH sem spilar nú fyrir Helsingborg í Svíþjóð, er ekki með vegna meiðsla en í hópnum eru hinsvegar Rene Joen­sen og Sonni Ragn­ar Nattestad sem báðir spiluðu hér á landi.

Málverjar
Gunnar Nielsen, FH Hafnarfjørður (Ísland)
Teitur Matras Gestsson, HB Tórshavn
Mattias Heðinsson Lamhauge, B36 Tórshavn

Verjuspælarar
Hørður Askham, HB Tórshavn
Sonni Ragnar Nattestad, B36 Tórshavn
Heini Vatnsdal, KÍ Klaksvík
Viljormur Davidsen, Helsingborgs IF (Svøríki)

Verjuspælarar / miðvallarar
Gunnar Vatnhamar, Víkingur
Jákup Biskopstø Andreasen, KÍ Klaksvík
Rene Shaki Joensen, KÍ Klaksvík
Gilli Rólantsson Sørensen, Odds Ballklub (Noreg)
Ári Mohr Jónsson, HB Tórshavn
Heðin Hansen, HB Tórshavn

Miðvallarar
Hallur Hanssson, KR Reykjavík (Ísland)
Sølvi Vatnhamar, Víkingur
Andrass Johansen, B36 Tórshavn
Jóannes Bjartalíð, KÍ Klaksvík
Meinhard Egilsson Olsen, Mjøndalen (Noreg)
Hannes Agnarsson, B36 Tórshavn
Mads Boe Mikkelsen, KÍ Klaksvík

Framherjar
Jóan Símun Edmundsson, S.K. Beveren (Belgia)
Klæmint Andrasson Olsen, NSÍ Runavík
Patrik Johannesen, Keflavík (Ísland)
Pætur Petersen, HB Tórshavn
Athugasemdir
banner
banner