Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 12. september 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ákvörðun AGF kom Mikael á óvart - „Alltaf stoltur þegar stórlið sýna áhuga"
Icelandair
Mikael í leiknum í gær.
Mikael í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mikael Anderson ræddi við Fótbolta.net eftir landsleikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM í gær. Mikael var einn af fimm leikmönnum sem kom inn í byrjunarliðið frá leiknum gegn Lúxemborg á föstudag.

Eftir að leikurinn var gerður upp var Mikael spurður út í AGF en hann er samningsbundinn danska félaginu. Liðið er í 5. sæti með tólf stig eftir sjö umferðir. Hvernig metur Mikael gengi liðsins í upphafi tímabilsins.

Er ánægja með byrjunina á tímabilinu hjá AGF?

„Já og nei. Við höfum spilað mjög vel en hefur vantað að skora úr færunum okkar. Við gætum verið aðeins ofar í deildinni, byrjunin hefur verið ágæt en ekkert frábær."

Belgíska félagið Club Brugge sýndi Mikael áhuga eftir einvígi liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Í lok félagaskiptagluggans kom svo tilboð frá ítalska félaginu Lecce.

„Maður er alltaf stoltur þegar stórlið sýna áhuga. Það sýnir að ég er að spila vel í Danmörku. Ég er bæði ánægður og stoltur af því."

AGF hafnaði tilboðinu frá Lecce. Kom það Mikael á óvart?

„Já, eiginlega. Þegar ég kom til AGF þá var alveg í plönunum að ég ætti að verða seldur aftur. En svona er þetta, ég er alveg ánægður í AGF og klár í að halda áfram að spila áfram með AGF. Planið er að taka næsta skref einhvern tímann. Hvenær það verður, við verðum að bíða og sjá," sagði miðjumaðurinn að lokum.

Mikael er 25 ára og var í gær að spila sinn 22. landsleik. Hann var seldur til AGF frá Midtjylland sumarið 2021.

Sjá einnig:
Mikael: Þarf mjög heillandi pakka svo að ég fari héðan
Mikael: Geggjað að skora svona seint og fagna með stuðningsmönnunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner