Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 12. október 2020 11:06
Magnús Már Einarsson
Gylfi farinn til Englands - Vantar sex menn gegn Belgum
Icelandair
Gylfi í leiknum gegn Rúmenum á fimmtudga.
Gylfi í leiknum gegn Rúmenum á fimmtudga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, hélt til Englands í morgun þar sem hann mun hefja undirbúning fyrir grannaslaginn gegn Liverpool um helgina.

Gylfi verður því ekki með íslenska landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

„Það var búið að taka þá ákvörðun fyrir þetta verkefni að Gylfi færi út eftir fyrstu tvo leikina,“ sagði Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari við 433.is í morgun.

jóhann Berg Guðmundsson fór einnig til Englands í morgun en hann var ónotaður varamaður gegn Dönum í gær. jóhann Berg er að glíma við meiðsli í nára en ætti að geta spilað með Burnley um næstu helgi að sögn 433.is.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er einnig farinn aftur til Katar en vitað var að hann myndi ekki spila gegn Belgum.

Alfreð Finnbogason, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason verða einnig fjarri góðu gamni gegn Belgum á miðvikudag eftir að hafa meiðst í síðustu leikjum gegn Rúmenum og Dönum.

Það er því ljóst að margar breytingar verða á byrjunarliðinu hjá íslenska landsliðinu gegn Belgum á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner