Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. október 2021 15:29
Elvar Geir Magnússon
Ofurvaramaðurinn Hilmir með sigurmark U19 gegn Litháen - Ísland í milliriðil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska U19 landsliðið vann 2-1 sigur gegn Litháen í undankeppni EM í dag og náði þar með að tryggja sér sæti í milliriðli sem fram fer á næsta ári.

Staðan í hálfleik var markalaus en Litháen skoraði strax í upphafi seinni hálfleiks.

Á 63. mínútu var brotið á Danijel Dejan Djuric og Ísland fékk vítaspyrnu. Orri Steinn Óskarsson sem er hjá FCK í Danmörku fór á punktinn og jafnaði 1-1.

Á 71. mínútu kom svo sigurmarkið. Hákon Arnar Haraldsson átti stoðsendingu á Hilmir Rafn Mikaelsson, leikmann Venezia, sem skoraði.

Hilmir hafði komið inn sem varamaður aðeins mínútu áður.

Byrjunarlið U19:
Pálmi Rafn Arinbjörnsson
Jakob Franz Pálsson
Arnar Númi Gíslason
Logi Hrafn Róbertsson
Kári Daníel Alexandersson
Óli Valur Ómarsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Orri Steinn Óskarsson
Danijel Dejan Djuric (F)
Hákon Arnar Haraldsson
Andi Hoti
Athugasemdir
banner
banner